Gerast viðskiptavinur

Kæri verðandi viðskiptavinur

Takk kærlega fyrir áhuga þinn á að gerast viðskiptavinur NRS og að nota nýja sölukerfi okkar, Fönix.

Til þess að gerast viðskiptavinur þarftu að velja þann flokk viðskiptavina sem þú telur þig tilheyra, „Kaupendur”, „Söluaðilar” eða „Aðrir”.

Síðan eru skráðar þær upplýsingar sem beðið er um.

Vinsamlegast skráið í öll sviðin til þess að við höfum réttar og sem ítarlegastar upplýsingar um þig og/eða þitt fyrirtæki. Þegar búið er að skrá í öll sviðin eru skilmálarnir samþykktir og ýtt á „Senda umsókn”.

Kaupendur þurfa að setja inn ósk um svokallað kaupendanúmer. Vekjum athygli kaupenda á því að það er skynsamlegt að óska eftir númerinu sem þetta viðskiptaumhverfi þekkir þá á.

Við skráningu skulu kaupendur einnig setja afhendingarstað sem heimilisfang. Það segir hvert á að flytja það sem keypt er. Í langflestum tilfellum er það sami staður og heimilisfang fyrirtækjanna, en ef það er ekki það sama er gott að hafa þetta skráð.

Umsókn um „Aðrir” er ætlað öðrum eins og tengdum fiskmörkuðum, eigendum umbúða, flutningsfyrirtækjum og almennum notendum. Þeir þurfa að skrá tilgang aðgangsins í umsóknina.